60+ í Reykjavík

Hópur eldra Samfylkingarfólks

60+ í Reykjavík

Tilgangur 60+ í Reykjavík er að gæta hagsmuna fólks sextíu ára og eldra innan Samfylkingarinnar og í stefnumótun flokksins. 60+ í Reykjavík er vettvangur umræðu um málefni lands og lýðs á grundvelli jafnaðarstefnu, jafnréttis og lýðræðis. 60+ í Reykjavík gengst fyrir fundum, skemmtunum og mannfögnuðum eftir því sem tilefni gefst.

Stjórn 60+ stendur fyrir spjallkaffi í húsnæði Samfylkingarinnar við Hallveigarstíg hvern miðvikudagsmorgun kl. 10-12 þar sem allir eru velkomnir. Á milli kl. 11 og 12 kemur gestur og spanna viðfangsefni gestanna vítt svið. Fyrsta miðvikudagsmorgun í mánuði er að jafnaði stjórnarfundur kl. 8.30-9.30 og er hann öllum opinn. Almennt er ekki fundað á sumrin.

Stjórn 2019-2020

Reynir Vilhjálmsson formaður
Sólveig Ásgrímsdóttir varaformaður

Meðstjórnendur

Finnur Birgisson ritari
Jón R. Runólfsson gjaldkeri
Ragnheiður Sigurjónsdóttir

Varastjórn

Guðrún Torfadóttir
Dagbjört Torfadóttir