SffR

Samfylkingarfélagið í Reykjavík

Samstarfsvettvangur jafnaðarmanna í Reykjavík

Hlutverk Samfylkingarinnar er að vinna að mótun íslensks samfélags í anda jafnaðarstefnunnar. Samfylkingin er opin öllum sem þetta styðja.

Samfylkingarfélagið í Reykjavík var stofnað 4. desember 1999 og er eitt aðildarfélaga Samfylkingarinnar. Tilgangur félagsins er að beita sér fyrir jafnaðarstefnunni í höfuðborginni, málstað Samfylkingarinnar og vera umræðu- og samstarfsvettvangur félagsmanna Samfylkingarfélagsins í Reykjavík.

Allir íbúar Reykjavíkur sem eru eldri en 16 ára geta verið meðlimir í Samfylkingarfélaginu í Reykjavík.

Núverandi formaður félagsins er Sigríður Arndís Jóhannsdóttir.