Tungumál: lykill að samfélaginu eða vopn í stéttastríði?

 í flokknum: Fréttir

Ræða Jo van Schalkwyk fyrir Samfylkingakaffi í Gamla bíó, 1.maí 2019

Góðan dag. Takk fyrir að bjóða mér hingað í dag. Af og til fæ ég tækifæri að tjá mig á opinberum vettvangi og er það bæði heiður og hin besta skemmtun, fyrir mig allavega. Siðasta tækifæri var þegar ég hélt erindi á húsnæðisþingi Íbúðalánasjóðs í haust, og man ég eftir að Logi Einarsson sat og hlustaði á mig og ég veit, ég VEIT, að þrátt fyrir hreiminn min skildi hann vel hvað ég var að segja. Ég veit það fyrir víst að því að nokkrum dögum seinna heyrði ég Loga tala um þetta málefni í útvarpinu og vísaði hann í ræðuna mína, nema hvað, hann skilgreindi mig sem ‚unga‘ konu af erlendum uppruna!

Ég var mjög glöð yfir þvi að Logi hafi greinilega skilið það sem ég var að segja, en ég var samt mikið glaðari yfir því að ég var ennþá, í hans augum að minnsta kosti ‚ung‘. En hvað með það,  ég er ekki hér í dag til að spjalla um hvort ég sé ennþá ‚ung‘ eða hvort Logi er farinn að sjá illa. Nei, í dag erum við hér til að fagna 1. Maí. Til hamingju með daginn!

Og í tilefni dagsins langar mig að spjalla við ykkur um hvort tungumál sé eingöngu lykill að samfélaginu eða hvort það getur líka vera vopn í stéttarstríði.

Ég held það fer ekki milli mála að það borgar sig, ef maður ætlar að búa í samfélagi, að læra ríkjandi tungumál, og fá þar með aðgang á upplýsingum og umræðu í samfélaginu sem verður þér annars hulin. Svo við þurfum ekki að eyða mörgum orðum í ‚tungumál sem lykil að samfélaginu‘.

En hvað með tungumál sem vopn í stéttarstríði? Það er óhætt að segja að, í gegnum söguna, hafa allskonar tungumál verið notuð til að ná og viðhalda völdum. Tökum örfá dæmi. Í dag er töluð franska í Ruanda, enska í Nígeríu, Portúgalska í Brazilíu og spænska í Argentínu. Þetta eru öll tungumál nýlendubúa frá Evrópu og þau voru notuð, oft miskunnarlaust, til að fá og halda völdum í nýlendum. Lög voru sett og skrifað á tungumálum nýlenduherra, og innfæddum heimamönnum var bannað, stundum með ofbeldi, til að tala sín tungumál. Í upprunalandi mínu, Suður-Afríku, máttu forfeður og mæður mínar fyrir ca. 100 árum ekki tala afríkanska tungumálið, bara ensku, og voru skólakrökkum sem töluðu á afríkönsku gert til að bera skilti sem á stóð „heimsk“.

Örfáum áratugum seinna var komið að því að Afríkönskumælandi fólk var komið með völd, og byrjaði svo sjálft að nota tungumálið sitt í valdabaráttu. í þágu aðskilnaðarstefnunnar var blökkumönnum gert að tala bara afríkönsku í skólum. Þessi stefna leiddi til mikilla mótmæla grunn-og framhaldsskólanemenda í Soweto 16. Júni 1976, þar sem lögreglumenn skutu til bana fleiri hundruð ungmanna og særðu fleiri en þúsund. En í dag, eftir að aðskilnaðarstefnunni lauk formlega 27. apríl 1994, er tungumálastefna allt önnur og eru ekki færri en 11 opinber tungumál í Suður-Afríku.

En við þurfum ekki að leita langt til að sjá hvernig tungumál getur verið notað sem vopn í stéttastríði. Er ekki rétt hjá mér að í den tíð var danska, en ekki íslenska, tungumál heldri borgara á Íslandi? En hvað veit ég, það var fyrir mína tíð, ég er bara búin að búa á Íslandi í 22 ár.

En er mín tið, eða okkur tið, sem innflytjendur á Íslandi komin? Erum við aðfluttir Íslendingar sem tala íslensku með hreim að standa jafnfætis innfæddum íslendingum sem tala íslenska, íslensku? Eða erum við að upplifa tíma þar sem íslenska samfélagið er að breytast svo hratt, að íslenska getur verið notuð til að búa til tvær stéttir: Hærri stétt, sem talar íslenska, íslensku og er með hærri tekjur og fleiri tækifæri, og svo lægri stétt, sem talar íslensku með hreim og er með lægri tekjur og færri tækifæri? Stöldrum við og skoðum nokkrar tölur.

Við vitum að brotfall barna úr framhaldsskólum er töluvert meira hjá börnum innflytjenda en börnum innfæddra. Við vitum líka að innflytjendur eru ólíklegri að fá vinnu í samræmi við menntun sína. Og Hagstofan er nýlega búin að upplýsa okkur að innflytjendur eru, á meðaltali, að fá 8% lægri laun en Íslendingar.

Sumir segja að við getum staðið jafnfætis ef við lærum íslensku. En því miður eru ótal sögur af aðfluttum Íslendingum sem eru ekki metnir til jafns og þurfa að mæta fordómum vegna þess að þeir tala ekki íslenska íslensku. Og hér langar mig að segja: Það er mikið talað um hvernig innflytjendur þurfa að aðlagast íslenska samfélaginu, en það er lítið talað um hvernig íslenska samfélagið eiga að aðlagast innflytjendum. Aðlögun er eins og að ganga í hjónaband:  Kröfur til aðlögunar eiga að vera á báða bóga. Það er ekki bara aðfluttir íslendingar sem verða að læra að tala íslensku, það er líka innfæddir íslendingar sem verða að læra að hlusta og virða þessa aðra tegund af íslensku sem er frekar öðruvísi í framburði og jafnvel stundum, eða oft, frábrugðin í máltækni og orðaforða. Þetta er kannski ekki íslenska, en það er samt íslenska.

Að mæta aðfluttum íslendingum sem tala með hreim með hroka eða fordóma og að veita þeim ekki sömu tækifæri og Íslendingum sem tala íslensk íslensku, er einmitt dulið vopn í vaxandi stéttarstríði á Íslandi.

Svo hvað getum við gert til að koma í veg fyrir það að undirstétt af innflytjendum verði til á Íslandi?

  1. Gera fólk sem talar með hreim sýnilegra. Hversu oft heyrum við íslensku með hreim í útvarpi og sjónvarpi eða í leikhúsi? Innflytjendur eru orðnir 12% af samfélaginu og á það að endurspeglast í fjölmiðlum, nefndum og ráðum. Ekki síst er þörf fyrir börn innflytjenda að sjá að samfélagið virði skoðun og þátttöku Íslendinga með hreim, þó að íslenskan þeirra sé ekki alveg íslensku íslenska.
  2. Fjarfesta í tungumálinu, ekki bara fyrir innfæddra, en líka fyrir aðflutta. Fyrir þjóð sem er að berja sér á brjóst af stolti yfir tungumáli sínu, og er mjög hrædd um það að tungumálið fari að hverfa, er það til skammar að við erum ekki verulega að styrkja fólki til að læra tungumálið. Nei nei, á landi sem er með einn lengsta vinnudagur í Evrópu og himinháan framfærslukostnað, krefjumst við þess að aðflutt fjölskyldufólk eiga að stunda kvöldnám í íslensku og borga fyrir það sjálft (þó að stéttarfélög greiða hluta af þessu niður) og þá pirrumst við yfir því að þau eru ekki farin að tala íslensku lýtalausa innan skamms. Horfum í eigin barm. Hvað erum við raunverulega að gera til að styðja við innflytjendur til að læra tungumálið með sóma?
  3. Í 3ja lagi. Krefjumst tungumálastefnu. Alveg eins og fyrirtækjum og stofnunum eru gert til að búa til jafnréttisstefnu, er hægt að krefjast tungumálastefnu. Og alveg eins og fyrirtæki og stofnanir fá skattaafslátt fyrir ýmis verkefni, er hægt að bjóða skattaívilnun til fyrirtækja sem greiða niður eða bjóða upp á íslenskunám fyrir starfsmenn sína – helst á vinnutíma. Ef þetta er nú þegar gert, endilega upplýsa mig.
  4. Ræðum innflytjendur og verkalyðsbaráttuna í sanngirni. Eftirfarandi athugasemd fylgdi frétt um 8% launamismun sem ég nefndi fyrr: Tilvitnun hefts.„Æi hvað er nù gott að þið sèuð loks farin að sjá þetta . .það er langt siðan eg áttaði mig á þessu og ástæðauna tel eg vera þá að upphaflega sættu þeir sig við þetta þvi þeir hugsa bara i sinum gjaldmiðli og þá verður þetta stòr upphæð ì þeirra augum og atvinnurekendur sòttust eftir erlendu vinnuafli ì auknum mæli..ENN á mòti kom að þeir eyðilögðu fyrir okkur innlendu launabaráttuna að miklu leyti , þvi miður 😕.. þetta er bara min skoðun.” Tilvitnun lykur.

Er það í alvöru alfarið fólki sem ólst ekki upp altalandi á íslensku að kenna að íslenskir vinnuveitendur eru að komast upp með að borga of lá laun? Þetta er vandamál okkur allra, ekki infæddra á móti aðfluttum, alveg eins og Efling og fleiri stéttarfélög eru búin að sýna fram  undanfarið. Ef þú veist að innflytjendur eru að fá greitt lægri laun, gerðu eitthvað þá. Tilkynna mögulega brot til  stéttarfélög eða ræða þetta við viðkomandi vinnuveitendur. Berjast fyrir launaréttindi innflytjenda alveg eins og þú myndi berjast fyrir launaréttindum Íslendinga. Og ef þú sér að aðfluttur vinnufélagi veit ekki réttindi sin, aðstoðaðu og upplýstu. Ekki bara sitja hjá.

  1. Og síðast en ekki síst er eitthvað litið sem hvert og eitt okkur getur gert: Hættum að undrast yfir því að fólk sem fæddast ekki á Íslandi talar íslensku. Þetta er ekki kraftaverk. Þetta er tungumál sem allir geta lært, þó misvel. Um daginn horfði ég á viðtal Logi Bergmann með Elizu Reid forsetafrú. Og svo kom setningunni: En þú talar mjög góða íslensku! Ég vildi svo mikið að hún hefði sagt: Og þú líka! En hún er alltof kurteis til þess. Ég get ekki talað fyrir aðra en mig persónulega, en þessi setning var skemmtileg fyrstu 5 árin, krúttleg næstu 5 ár en eftir 15, 20, eða 30 ár er það orðið ansi þreytt að heyra það. Tala bara við fólk með hreim eins og jafningja – um veðrið og fótbolta og menntun og pólitík: Við kunnum alveg að tjá okkur um allskonar án þess að heyra þessa setningu sem aðskilur okkur aftur og aftur. En ef þú ert búinn að hlusta á mig og varst að hugsa það inni í þér – takk samt.

 

Og takk fyrir samveruna í dag, baráttadaginn mikla. Höldum áfram að berjast á móti aukinni stéttaskiptingu, með íslensku sem aðal samskiptamiðill að leiðarljósi, en ekki vopn.

Nýlegar færslur
Helga Vala