Umræðukvöld um stjórnarskrána

 í flokknum: SffR

Miðvikudaginn 10. október ætlum við að spjalla um stjórnarskrána, rifja upp ástæður þess að farið var í gerð nýrrar stjórnarskrár og hverju breytir ný stjórnarskrá.

Þórarinn Snorri Sigurgeirsson ritari flokksins og formaður Ungra jafnaðarmanna ætlar að rifja upp þetta mikilvæga mál upp með okkur. Fundurinn er haldinn á Hallveigarstíg 1, og hefst kl. 20.00.
Okkur langar til að hvetja unga fólkið í félaginu sem og aðra að mæta og leyfa okkur að heyra hvað þeim finnst um málið.

Flokksstjórnarfundur Samfylkingarinnar verður haldinn á Reykjavík Natura laugardaginn 13. okt. þar sem allir félagar eru velkomnir. Við hvetjum félagsmenn til að mæta.

Hlökkum til að sjá ykkur!
Stjórn SffR 

Nýlegar færslur