Hittingur með þingmönnunum okkar

 í flokknum: Fréttir

Mánudaginn 1. október settust þingmennirnir okkar í Reykjavík, Helga Vala Helgadóttir og Ágúst Ólafur Ágústsson, niður með félagsmönnum í Samfylkingarfélaginu í Reykjavík og spjölluðu um pólitíkina inni á Alþingi þessa dagana. Þá vikuna var kjördæmavika í þinginu og þá var tækifærið nýtt af þingmönnunum okkar til að ræða hvað er helst á baugi þar núna og hvað verður framundan í vetur, og svo einnig fyrir þá að heyra hvað okkur félagsmönnum liggur á hjarta.

Það voru fjörlegar umræður á fundinum og rætt um mörg mál. Helga Vala og Ágúst sögðu okkur frá starfinu í þinginu og þeim málum sem Samfylkingin hefur lagt fram. Þau ræddu samstarfið og vinnuna í þinginu, eða stundum skort á samstarfi eftir því sem við átti. Sérstaklega var gott að heyra hvað þau voru ánægð með andann og samheldnina sem þau skynja í þingflokknum og þau hrósuðu Loga formanninum okkar fyrir góða leiðsögn og stjórnun. Á fundinum fengu þau á móti að heyra ýmsar pælingar og og spurningar frá flokksmönnum sem sköpuðu oftar en ekki líflegar umræður.

En skilaboð okkar félagsmanna í Samfylkingarfélaginu í Reykjavík til þingmannanna okkar var að við erum ótrúlega ánægð með þau og það starf sem þau eru að vinna sem okkar fulltrúar.

Stjórn SffR

Nýlegar færslur
Helga Vala