1. maí kaffi í Iðnó

 í flokknum: Fréttir, SffR

Fylkjum liði 1. maí og mætum galvösk í árlegt verkalýðskaffi í Iðnó að lokinni kröfugöngu og útifundinum á Ingólfstorgi.

Dagskrá hefst um kl. 15.00 að loknum útifundi.

Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, Ragna Sigurðardóttir læknanemi og fyrrverandi formaður Stúdentaráðs og Ingibjörg Guðmundsdóttir hjúkrunarfræðingur flytja ræður í tilefni dagsins. Fundarstjóri verður Heiða Björg Hilmisdóttir, varaformaður Samfylkingarinnar. Hallveig, ungir jafnaðarmenn í Reykjavík munu stýra fjöldasöng. Vitatorgsbandið mun síðan þenja nikkurnar af sinni alkunnu snilld.

Öll velkomin í kaffi og kleinur.

Með baráttukveðju!

Nýlegar færslur