Tillaga um nýja stjórn SffR – Heiða Björg ræðir um borgarstjórnarkosningarnar

 í flokknum: Fréttir, SffR

Stjórn Samfylkingarfélagsins í Reykjavík minnir á áður auglýstan aðalfund félagsins sem fram fer miðvikudaginn 21. mars í húsnæði Samfylkingarinnar við Hallveigarstíg 1 og hefst klukkan 17:00.

Á dagskrá eru almenn aðalfundarstörf, þar sem meðal annars verður gerð grein fyrir ársskýrslu stjórnar og ársreiking félagsins. Aron Leví Beck, formaður Hallveigar, og Reynir Vilhjálmsson, formaður 60+ í Reykjavík, segja frá starfi félaganna. Margrét Norðdahl, fráfarandi varaformaður SffR, stýrir fundinum.

Uppstillingarnefnd leggur til að Sigríður Arndís Jóhannsdóttir, verkefnisstjóri hjá Reykjavíkurborg, verði formaður félagsins en Magnús Már Guðmundsson sem gegnt hefur formennsku undanfarin tvö ár gaf ekki kost á sér áfram. Sigríður Arndís var kjörin í stjórn SffR á síðasta aðalfundi. Hún skipar 13. sæti á framboðslista Samfylkingarinnar fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor.

Á fundinn mætir borgarfulltrúinn Heiða Björg Hilmisdóttir, varaformaður Samfylkingarinnar, og ræðir um kosningabaráttuna, þá vinnu sem fer fram þessa dagana og borgarstjórnarkosningarnar í maí.

Albína Hulda Pálsdóttir, Höskuldur Sæmundsson og Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skipa uppstillingarnefnd samkvæmt ákvörðun síðasta aðalfundar SffR. Uppstillingarnefnd kallaði eftir framboðum og tilnefningum í nýja stjórn fyrr í mánuðinum. Tillaga nefndarinnar er eftirfarandi:

Formannsefni
Sigríður Arndís Jóhannsdóttir

Aðalfólk í stjórn
Ari Guðni Hauksson
Herbert Baldursson
Jódís Bjarnadóttir
Sólveig Ásgrímsdóttir
Stefán Benediktsson
Vigdís Arna

Varafólk í stjórn
Fanney Svansdóttir
Fríða Pálsdóttir
Gunnar Alexander Ólafsson
Magnús Þorgrímsson
Stefán Svavarsson

Skoðunarnefnd
Ingibjörg Stefánsdóttir
Lárus Rögnvaldur Haraldsson
Pétur Ólafsson

Nýlegar færslur