Aðalfundur SffR

 í flokknum: Fréttir, SffR

Stjórn Samfylkingarfélagins í Reykjavík boðar til aðalfundar miðvikudaginn 21. mars næstkomandi. Fundurinn fer fram í húsnæði Samfylkingarinnar við Hallveigarstíg 1 og hefst kl. 17:00.

Á dagskrá eru almenn aðalfundarstörf. Þeir sem hafa áhuga á að bjóða sig fram til stjórnarsetu, eða tilnefna félaga okkar, geta sent tölvupóst á reykjavik@samfylking.is.

Albína Hulda Pálsdóttir, Höskuldur Sæmundsson og Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skipa uppstillingarnefnd samkvæmt ákvörðun síðasta aðalfundar. Tillaga uppstillingarnefndar verður lögð fyrir fundinn 21. mars.

Magnús Már Guðmundsson og Margrét M. Nordahl sem gegnt hafa formennsku og varaformennsku í félaginu undanfarin tvö ár gefa ekki kost á sér áfram.

Nýlegar færslur
Sigríður Arndís og Heiða Björg. Lagt er til að Sigíður Arndís verði formaður SffR. Heiða Björg mun á fundinum fjalla um borgarstjórnarkosningarnar í maí nk.